Umhverfisnefndin er hjarta grænfánastarfsins. Í henni sitja fulltrúar frá breiðum hópi nemenda og starfsmanna skólans.
Þau sem taka virkan þátt í nefndinni fá 1-2 einingar fyrir á skólaárinu.
Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education. Skólar á grænni grein styðja við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf í skólum á öllum skólastigum. Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt. Hver skóli vinnur eftir skrefunum sjö, setur sér markmið og virkir nemendur.
Markmið grænfánaverkefnisins eru að;
·bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
·efla samfélagskennd innan skólans.
·auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
·styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
·veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.