Alla leið í vottun (ACC) er undirbúningur fyrir ACC vottun og sjálfstyrking fyrir markþjálfa til að ná árangri í markþjálfun.
Mentormarkþjálfun í hópi gagnast fyrir markþjálfa sem:
- Eru byrjendur eða lengra komnir
- Eru að safna mentortímum upp í vottun hjá ICF
- Vilja öðlast einlæga trú á sér í markþjálfun
- Vilja læra að þekkja og komast í kjarnann sinn í markþjálfun
- Vilja skerpa færni sína í markþjálfun
- Vilja efla tengslanetið sitt við markþjálfa
- Vilja ná árangri í að koma sér á framfæri sem markþjálfar
Fyrirkomulag:
- Hámark 8 í hóp
- Tímabil: 5.mars til 28. maí 2024
- Fjöldi tíma: 20 tímar, fimm skipti á þriggja vikna fresti í fjóra tíma í senn
- Hvenær: Þriðjudagar frá kl.16.00-20.00
- Staðsetning: Í raunheimum - Hlíðasmári 19, 2. hæð
- Verð: kr 119.000 staðgreitt eða mánaðargreiðslur (5 mánuðir) kr 27.000
Dagsetningar:
5. mars
26. mars
16. apríl
7. maí
28. maí