Segulómun (MRI) er einhver öruggasta myndrannsóknaraðferð sem notuð er innan læknavísindanna. Engir geislar eru notaðir við segulómun (ólíkt því sem við á um sneiðmyndatæki, jáeindaskanna eða röntgentæki) og fyrir utan neðangreinda varúðarráðstöfun er ekki vitað um nein skaðleg áhrif þrátt fyrir endurtekna notkun. Við segulómun (MRI) er notað sterkt segulsvið.
Í þessum hluta er spurt um atriði sem gætu gert það að verkum að segulómun henti þér ekki.