• Umsókn um sölupláss í jólakofum í Aðventugarðinum 🎄

    Umsókn um sölupláss í jólakofum í Aðventugarðinum 🎄

  • Reykjanesbær býður fyrirtækjum, félögum og einstaklingum að taka þátt í að skapa einstaka jólastemningu í Aðventugarðinum. Í jólakofunum gefst upplagt tækifæri til að selja handverk, góðgæti og annan varning sem tengist jólum og gleður gesti.

    Upplýsingar um kofana

    Stærð: 4–5 m²
    Útbúnir með rafmagni, hita og einfaldri jólaskreytingu að utan
    Gengið er út frá því að tvö sölupláss séu í hverjum kofa
    Söluaðilar eru hvattir til að huga sjálfir að fallegri og jólalegri framsetningu á varningi og því að skapa lifandi stemningu í sínum kofa

    Skilyrði fyrir þátttöku

    Greiðsla leigu kr. 7.000 fyrir hverja helgi
    Söluaðili skuldbindur sig til að mæta á úthlutaða helgi og hafa opið allan umsamdan opnunartíma
    Kofum skal skilað í sama ásigkomulagi og tekið var við þeim
    Söluaðili ber ábyrgð á að uppfylla gildandi lög og reglur um sölu á varningi

    Opnunartími
    📅 Laugardagar og sunnudagar í desember kl. 14–17
    🎄 Þorláksmessa, 23. desember kl. 18–21

    Umsóknir

    Heimilt er að sækja um fleiri en eina helgi (forgangsraða í umsókninni)
    Umsóknarfrestur: til og með 26. október
    Tilkynning um úthlutun: í síðasta lagi 15. nóvember
    Val byggist á fjölda umsókna, gæði umsóknar, vöruflokkum, fjölbreytni og starfsemi umsækjanda
    👉 Frekari upplýsingar: ☎️ 421-6700 ✉️ adventugardur@reykjanesbaer.is


  • Athugið!

    Það er mikilvægt að velja aðeins helgar sem er öruggt að umsækjandi komist í jólakofana! Við þær helgar sem umsækjandi kemst ekki skal merkja: vil ekki vera þessa helgi.
  •  
  • Browse Files
    Drag and drop files here
    Choose a file
    Cancelof
  • Should be Empty: