Það má segja að í samfélaginu ríki eins konar vöðvarýrnunar-„faraldur“. Bæði aldurstengdur og vegna rangra lífsstílsáherslna, megrunaraðgerða og notkunar þyngarstjórnunarlyfja þar sem ekki á við.
Lífsstílsáherslur með svelti og óreglulegum máltíðum ásamt skorti á styrktaræfingum eru ekki skynsamleg áætlun til heilbrigðis.
Styrktaræfingar og næringarrík próteinneysla er undirstaða vöðvauppbyggingar og ef það er ekki til staðar þá er offita oft óumflýjanleg og aldurstengd vöðvarýrnun og öldrun hraðari!