Samkomulag þátttakenda:
Með því að taka þátt í vinnustofunni samþykkir þú eftirfarandi:
1. Trúnaður
Það sem við deilum, tjáum eða sköpum hér – hvort sem það er í orðum, myndum eða athöfnum – á að vera innan hópsins. Persónuleg reynsla annarra er ekki eitthvað sem við ræðum fyrir utan hópinn.
2. Virðing fyrir friðhelgi
Við virðum friðhelgi hvers annars. Ljósmyndir, upptökur eða að deila verkum og hugleiðingum annarra eru aðeins leyfðar með skýru samþykki viðkomandi.
3. Öruggt umhverfi
Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að skapa rými þar sem við upplifum virðingu, stuðning og fordómalaust viðmót. Öruggt rými er forsenda þess að við getum slakað á, losað og farið í djúpa sjálfsskoðun.