Litir íslenska fjárhundsins Logo
  • Litir íslenska fjárhundsins

    Skráning í myndatöku
    Litir íslenska fjárhundsins
  • Sögusetur Íslenska fjárhundsins er núna að vinna að því að búa til myndagagnabanka með litaafbrigðum tegundarinnar.

    Til þess höfum við ráðið ljósmyndara sem er sérhæfður í myndatöku af hundum til að fá myndir í bestu gæðum og við samræmdar aðstæður. Við munum væntanlega bjóða upp á 4 myndatökur á næstu mánuðum, tvær myndatökur á Norðurlandi og tvær á Suðurlandi.


    Til þess að taka þátt þarf hundurinn að vera:

    • hreinræktaður íslenskur fjárhundur með ættbók frá HRFÍ
    • hafa náð 12 mánaða aldri
    • vera "í feldi" við myndatöku og í góðu líkamlegu formi (ekki of grannur né of feitur)
    • hafa upprétt eyru og fallegt skott
    • má vera síðhærður eða snögghærður
    • geta stillt sig upp annaðhvort á náttúrulegan hátt í lausagöngu eða við sýningartaum (sýningartaumurinn verður fjarlægður úr myndinni við eftirvinnslu)


    Athugið: við viljum fá myndir af öllum litaafbrigðum íslenska fjárhundins og þess vegna er nauðsynlegt að skrá sig í myndatöku, senda inn upplýsingar um hundinn og tvær myndir (mega vera símamyndir), þar sem sjást vel litir og merkingar hundsins. Við munum síðan velja úr þeim hundum sem eru skráðir til að ná sem flestum litum og bjóða í myndatöku á ákveðnum dagsetningum bæði á Norðurlandi og á Suðurlandi.

    Það sem við ætlum að gera með þessum myndum er að setja upp litagagnabanka á vefsíðu okkar www.fjarhundur.is sem mun nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á að skoða liti tegundarinnar og einnig verður settur upp skjár á Sögusetrinu til að fletta í gegnum gagnabankann.
    Sögusetrið hefur síðan möguleika á að nýta myndirnar á annan hátt, til dæmis í bæklingum eða öðru kynningarefni.

    Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra/Sóknaráætlun SSNV. Ljósmyndarinn er Carolin Giese/LinaImages: www.linaimages.com

    Hundaeigandi fær tvær stafræna myndir af sínum hundi að eigin vali úr galleríinu til eigin notkunar.

    Ef spurningar vakna má hafa samband við Evelyn Ýr í tölvupóst fjarhundur@fjarhundur.is eða í síma 893 3817. Við óskum eftir því að hundaeigendur sem hafa áhuga á því að taka þátt skrái sig sem fyrst.

    Skráning: Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið hér að neðan ef þú hefur áhuga á þátttöku.

  • Upplýsingar um hundinn

    Vinsamlegast gefðu upp upplýsingar um hundinn sem þú vilt skrá.

  • Browse Files
    Drag and drop files here
    Choose a file
    Cancelof
  • Browse Files
    Drag and drop files here
    Choose a file
    Cancelof
  • Upplýsingar um eiganda

    Vinsamlegast fylltu út tengiliðaupplýsingar.

  •  
  •  
  • Dæmi um uppstillingu.

  • Reykjavalla Íslands Sómi í lausagöngu. Mynd: LinaImages desember 2025
  • Breiðanes Björt stillt upp í sýningartaum febrúar 2024. Mynd Vierecken.
  • Myndir úr fyrri myndatökum Sögusetrisins.

  • Should be Empty: