Á þessari síðu getur þú komið með ábendingu eða tilkynnt um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Tilkynningin berst til náms- og starfsráðgjafa sem hefur samband við fyrsta tækifæri. Ekkert verður gert án samráðs við þig.
Ef þú vilt senda inn nafnlausa ábendingu sleppir þú að fylla út reitina fyrir þitt nafn og netfang. Athugaðu samt að náms- og starfsráðgjafi getur ekki svarað nafnlausum ábendingum beint.
Stefnu MÍ um aðgerðir og viðbrögð má finna hér.
Skilgreiningar á einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi:
- Einelti er endurtekin hegðun sem er til þess fallin að valda vanlíðan hjá öðrum.
- Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi
- Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni ferður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang að misbjóða virðingu viðkomandi
- Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáningu þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.